Hesteyri

Heimsókn á Hesteyri er ferðalag til gamla tímans. Umhverfi Læknishússins býður upp á skemmtilega göngutúra út með firðinum eða að gömlu hvalstöðinni sem stendur um hálftíma gönguferð innar í firðinum. Dagsferðir eru mögulegar út á Sléttu og til Aðalvíkur. Hesteyri býður upp á frábært umhverfi og mótív fyrir ljósmyndara og gesti sem leita að návist við stórbrotna náttúruna en vilja einnig njóta þægilegrar gistingar og þjónustu. Rebbi kíkir reglulega við og heillar gesti og gangandi.

Læknishúsið er opið frá miðjum júní til loka ágúst. Bátsferðir er hægt að bóka bæði frá Ísafirði og frá Bolungarvík.

Hesteyri lagðist í eyði 1952 en þar standa nú tíu hús sem öll eru í eigu afkomenda Hesteyringa.

Recent Posts