Læknishúsið Hesteyri

Læknishúsið á Hesteyri er opið frá miðjum júní til loka ágúst. Í húsinu er pláss fyrir 16 gesti í svefnpokagistingu og við bjóðum gestum upp á skemmtilegt og afslappandi andrúmsloft, pönnukökur og hjónabandssælu með handuppáhelltu kaffi.
Bátsferðir er hægt að bóka bæði frá Ísafirði og frá Bolungarvík.

Heimsókn á Hesteyri

Heimsókn á Hesteyri er ferðalag til gamla tímans. Umhverfi Læknishússins býður upp á skemmtilega göngutúra út með firðinum eða að gömlu hvalstöðinni sem stendur um hálftíma gönguferð innar í firðinum. Dagsferðir eru mögulegar út á Sléttu og til Aðalvíkur.

Stórbrotin náttúra

Hesteyri býður upp á frábært umhverfi og mótív fyrir ljósmyndara og gesti sem leita að návist við stórbrotna náttúruna en vilja einnig njóta þægilegrar gistingar og þjónustu. Rebbi kíkir reglulega við og heillar gesti og gangandi.

Eftirfarandi bátsferðir eru í boði:

Ísafjörður – Hesteyri: 1 klst og 15 mín.
Hægt að bóka hjá www.westtours.is

Bolungarvík – Hesteyri: 50 mín.
Hægt að bóka hjá www.vaxon.is

Læknishúsið á Hesteyri er lítið fjölskyldurekið kaffi- og gistihús staðsett í stórfenglegri náttúru Hornstranda.

Gisting

Á efri hæð hússins eru þrjú herbergi með 16 rúmum, salerni og sturta. Einnig er hægt að leigja rúmföt. Innifalið í gistingunni er morgunverður og kvöldverður.

Kaffi

Við bjóðum gestum upp á skemmtilegt og afslappandi andrúmsloft í gamla Læknishúsinu. Pönnukökur og hjónabandssæla með handuppáhelltu kaffi.

r

Ferðir

Ísafjörður – Hesteyri: 1 klst og 15 mín. Hægt að bóka hjá www.westtours.is
Bolungarvík – Hesteyri: 50 mín. Hægt að bóka hjá www.vaxon.is

Afþreying

Hesteyri býður upp á frábært umhverfi og mótív fyrir ljósmyndara og gesti sem leita að návist við stórbrotna náttúruna en vilja einnig njóta þægilegrar gistingar og þjónustu.

Bókanir - Hafðu samband

Læknishúsið er opið frá 10.  júní til loka ágúst. Gistingin kostar kr. 16.000.- með morgun og kvöldmat. Börn innan tólf ára aldur greiða kr. 8.000. Vinsamlegast athugið að pantanir teljast staðfestar eftir að fullnaðargreiðsla hefur borist.