Læknishúsið á Hesteyri er lítið fjölskyldurekið kaffi- og gistihús staðsett í stórfenglegri náttúru Hornstranda.
Gisting
Á efri hæð hússins eru þrjú herbergi með 16 rúmum, salerni og sturta. Einnig er hægt að leigja rúmföt. Innifalið í gistingunni er morgunverður og kvöldverður.
Kaffi
Við bjóðum gestum upp á skemmtilegt og afslappandi andrúmsloft í gamla Læknishúsinu. Pönnukökur og hjónabandssæla með handuppáhelltu kaffi.
Ferðir
Ísafjörður – Hesteyri: 1 klst og 15 mín. Hægt að bóka hjá www.westtours.is
Bolungarvík – Hesteyri: 50 mín. Hægt að bóka hjá www.vaxon.is
Afþreying
Hesteyri býður upp á frábært umhverfi og mótív fyrir ljósmyndara og gesti sem leita að návist við stórbrotna náttúruna en vilja einnig njóta þægilegrar gistingar og þjónustu.
Bókanir - Hafðu samband
Læknishúsið er opið frá 10. júní til loka ágúst. Gistingin kostar kr. 16.000.- með morgun og kvöldmat. Börn innan tólf ára aldur greiða kr. 8.000. Vinsamlegast athugið að pantanir teljast staðfestar eftir að fullnaðargreiðsla hefur borist.